Dagskrá 17. júní í Ólafsfirði

Vatnsrennibrautin vinsæla verður á sínum stað!
Vatnsrennibrautin vinsæla verður á sínum stað!
Á 17. júní verður hátíðardagskrá við Tjarnarborg í Ólafsfirði að venju. Dagskráin er með hefðbundnu sniði og eins og nokkur undanfarið er það Menningarnefnd Slökkviliðsins í Ólafsfirði sem sér um undirbúning og framkvæmd. Smellið á lesa meira til að skoða dagskrána.

Dagskrá
09:00 Fánar dregnir að húni
14:00 Hátíðardagskrá við Tjarnarborg.

  • Hátíðarræða.
  • Ávarp fjallkonu.
  • Tónlistaratriði: Magnús Ólafs og vinir
  • Keppnisþrautir á tjörninni
  • Sölutjald

14:30 Leiktækin opnuð
16:00 Lengsta vatnsrennibraut landsins opnuð