Dagskrá Þjóðlagahátíðar 2003.

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði2.-6. júlí 2003Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin dagana 2. - 6. júlí. Í ár erboðið upp á samtals 11 námskeið fyrir börn og fullorðna aukfjölda tónleika. Að þessu sinni verður athyglinni beint sérstaklega aðvikivökum, hinum fornu söngdönsum Íslendinga.Setningartónleikar hátíðarinnar verða miðvikudaginn 2. júlí. Þar leikursænski þjóðlagahópurinn Draupner ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur margvíslega vikivaka. Tvennir tónleikar verða á hverjum degi auk námskeiða sem standa yfir 3.og 4. júlí. Laugardagskvöldið 5. júlí verður uppskeruhátíð þar sem afrakstur námskeiðanna verður kynntur. Sunnudaginn 6. júlí lýkur hátíðinni með hljómsveitartónleikum. Ungir hljóðfæraleikarar ásamt Siglfirskum kórum flytja íslenska tónlist. Einsöngvari á tónleikunum er Hlöðver Sigurðsson og einleikari á píanó Renata Ivan.Líkt og undanfarin þrjú ár verða fjölbreytt námskeið í boði. M.a. verðakenndir vikivakar, norrænir þjóðdansar, búlgörsk þjóðlagatónlist,rímnakveðskapur, þæfing og refilsaumur auk silfursmíði. Þá verður saga og náttúra Siglufjarðar kynnt á sérstöku útivistarnámskeiði. Eins og áðursagði verður einnig boðið upp námskeið fyrir börn.Drög að tónleikadagskrá:Miðvikudag 2. júlí Íslenskir vikivakarDraupner frá Svíþjóð: Tomas Lindberg, Görgen Antonson, Henning Anderson ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur og Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni. Fimmtudag 3. júlí Kirkjuleg þjóðlög.Magnea Tómasdóttir sópran, og Guðmundur Sigurðsson orgel. Dönsk þjóðlagatónlist Dúóið SvöbskFöstudag 4. júlí Raddir þjóðar Sigurður Flosason og Pétur Grétarsson. Söngdansar Jóns Múla Tríóið Flís ásamt Agli Ólafssyni söngvara.Laugardag 5. júlí Bærums spelmannslag.Harðangursfiðluhljómsveit frá Bærum í Noregi.Söngur riddaransÞórarinn Hjartarson og Ragnheiður Ólafsdóttir ásamt hljómsveit flytja ljóð Páls Ólafssonar. KvöldvakaKvæðamenn, búlgörsk þjóðlagatónlist, danskir og íslenskir þjóðdansar, harðangursfiðluleikur og afrakstur námskeiða sýndur. Sunnudag 6. júlí Hátíðartónleikar. Sinfóníuhljómsveit Þjóðlagahátíðar á Siglufirði ásamt hátíðarkór Siglufjarðar. Stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson, undirleikari Renata Ivan píanóleikari, Siglufirði og einsöngvari Hlöðver Sigurðsson, Siglufirði. Frumflutt nýtt íslenskt hljómsveitarverk.Þessi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar. NámskeiðÁ Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði sumarið 2003 verður boðið upp á átta mismunandi námskeið fyrir fullorðna og þrjú námskeið fyrir börn og unglinga. Sérstakt námskeið verður fyrir tónlistarnema í búlgörskum þjóðlögum. Auk námskeiða í tónlist verður boðið upp á handverksnámskeið og náttúruskoðun.Námskeiðin fara fram fimmtudag og föstudag 3.– 4. júlí frá kl. 9.00 – 12.00 og 14.00 – 17.00. Hvert námskeið stendur yfir í tvo daga. Þannig getur hver og einn sótt tvö námskeið. 1. Búlgörsk þjóðlög. Fyrir unga tónlistarnema á aldrinum 18 til 25 ára. Námskeiðinu lýkur með tónleikum laugardaginn 5.júlí. Kennari: Chris Speed frá Bandaríkjunum.2. Námskeið í rímnakveðskap. Kennari: Steindór Andersen.3. Danskir þjóðdansar. Kennari: Maren Hallberg Larsen.4. Silfursmíði. Kennd verður silfursmíði fyrir byrjendur og lengra komna. Kennari: Dóra G. Jónsdóttir.5. Roðsaumsnámskeið. Refilsaumur. Kennari: Guðrún Erla Geirsdóttir.6. Flókanámskeið. Kennd verður þæfing. Kennari: Stefanía Stefánsdóttir.7. Vikivaki, norrænir þjóðdansar. Kennarar: Kolfinna Sigurvinsdóttir íþrótta og danskennari og Maren Hallberg Larsen.8. Útivistarámskeið. Fræðsla um sögu og náttúru Siglufjarðar. Umsjónarmaður: Valgarður Egilsson.Barna- og unglinganámskeið1. Söngdansar nýjir og gamlir. Námskeiðið er ætlað fyrir börn og fullorðna.Kennarar: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Anna Pálína Árnadóttir.2. Leikjanámskeið. Umf. Glói.3. Leiklistarnámskeið. Kennari Linda María Ásgeirsdóttir.MyndlistarsýningAðalheiður S Eysteinsdóttir frá Siglufirði.Hægt er að skrá sig á námskeið með því að senda tölvupóst á linda@siglo.is eða senda fax á 460-5601.Linda María ÁsgeirsdóttirFramkvæmdarstjóri Þjóðlagahátíðar á Siglufirði.