Byggingarsaga skólahússins við Norðurgötu

Líkan af nýrri viðbyggingu. Eyrargata séð til austurs.
Líkan af nýrri viðbyggingu. Eyrargata séð til austurs.
Skólahús Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði er steinsteypt hús. Húsið hefur verið byggt í mörgum áföngum. Elsti hluti byggingarinnar er frá 1913 og er hann nú miðhluti hússins. 
Næst var byggður leikfimisalur með búningsklefum austan og norðan við elsta hlutann, og var hann tilbúinn 1917. Árið 1932 var tekin í notkun tveggja hæða viðbygging til vesturs. Árið1954 brann leikfimisalurinn og skemmdir urðu á öðrum húshlutum. Sama ár hófust endurbætur og viðbyggingar sem lauk 1963. Þá var byggt ofan á leikfimisal og búningsklefa auk þess sem einnar hæðar
skúrbygging var byggð við norðurhlið. Árið1993 hófust gagngerar endurbætur á núverandi skólahúsi auk þess sem byggð var viðbygging við norðurhlið þess. Skift var um glugga, útveggir voru einangraðir að utan og múrhúðaðir, þak var endurnýjað
og endurbætur gerðar á tæknikerfum og innréttingum. Þessum framkvæmdum lauk árið 2001.

Nú er sótt um að stækka húsið með því að byggja nýja tveggja hæða álmu til norðurs.
Burðarvirki nýbyggingarinnar er járnbent steinsteypa, súlur, veggir og gólfplötur. Steyptir innveggir og hæðarskil eru REI60.
Nýbyggingin er einangruð og múrhúðuð að innan á hefðbundinn hátt með 100 mm einangrun. Ytra byrði steyptra veggja er múrhúðað og málað.
Þak er hefðbundið stólað þak á steyptri plötu sem einangruð er að ofan með 200 mm steinull. Ytra byrði þess er Aluzink bárustál.
Gluggar eru hefðbundnir timburgluggar, opnanleg fög og útihurðir úr Oregone Pine.
Burðarveggir innanhúss eru steinsteyptir og múraðir en aðrir innveggir eru hjóðeinangraðir gipsveggir. Í loftum er gipsloftaklæðning með hljóðísogi. Vélræn loftræsing er í öllum lokuðum rýmum og þar sem er málmsmíði, lökkun og leirofn. Gólfhitunarkerfi er í gólfplötu 1. og 2. hæðar. Allar hurðir eru 90 x 210 cm.
Öll efni og vinna skulu vera í samræmi við ST staðla og reglugerðir.

Teikningar, rúmmyndir og skuggavarpsmyndir má sjá hér. (pdf.skjal - 6MB).