Bútasaumssýning í Tjarnarborg

Handavinnuklúbburinn Tíurnar
Handavinnuklúbburinn Tíurnar
Fyrsta maí verður opnuð listsýning í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Félagar í bútasaumsklúbbnum,Tíurnar Ólafsfirði, munu sýna verk úr bútasaum.  Sýningin er til heiðurs Lilju Minný sem var ein af stofnendum klúbbsins en hún lést í nóvember á síðasta ári.
Fyrsta maí verður jafnframt kaffisala á vegum Kvenfélagsins Æskunnar í Ólafsfirði á sama tíma og sýningin er.
Sýningardagar verða sem hér segir:
1. maí  frá kl. 14.00 til 18.00
2. maí frá kl. 14.00 til 18.00
3. og 4. maí frá kl. 15.00 til 18.00
5. maí kl. 17.00 til 19.00
6. maí  frá kl. 17.00 til 19.00
8. maí frá kl. 17.00 til 20.00
9. maí frá kl. 17.00 til 20.00
11. maí frá kl. 13.00 til 16.00