Brynja Ingunn nýr skjalavörður

Brynja Ingunn (t.v.) og Rósa Dögg (t.h.)
Brynja Ingunn (t.v.) og Rósa Dögg (t.h.)

Þann 17. febrúar sl. var auglýst laust til umsóknar 50% starf skjalavarðar við Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar. Sjö umsóknir bárust og voru þrír umsækjendur boðaðir í formlegt viðtal. Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir var metin hæfust umsækjenda og hóf hún störf þann 23. mars sl. Brynja er lögfræðingur að mennt.

Rósa Dögg Ómarsdóttir hefur sinnt starfi skjalavarðar og er hennar síðasti dagur í vinnu í dag og var þessi mynd tekin af þeim stöllum nú í morgun.