Brunavarnaráætlun 2015 - 2019

Brunavarnaráætlun fyrir Fjallabyggð fyrir árin 2014-2019 var samþykkt þann 22. júlí sl. Brunavarnaráætlun leggur grunninn að gæðastjórnun og úttekt á starfsemi slökkviliðs fyrir þá aðila sem bera ábyrgð á brunavörum í sveitarfélaginu. Áætlunin auðveldar einnig íbúum sveitarfélagsins að fá upplýsingar um veitta þjónustu, skipulags slökkviliðs og markmið með rekstri þess í sveitarfélaginu.

 

Frá undirritun brunavarnaráætlunar

Myndin er tekin þegar Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar (t.h.) afhenti Birni Karlssyni forstjóra Mannvirkjastofnunar áætlunina.
Heimild + mynd: Mannvirkjastofnun

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti áætlunina á fundi sínum þann 11. ágúst sl. Áætlunina er hægt að nálgast hér á heimasíðunni undir útgefið efni.