Brúðkaup - lokasýning

Leikfélag Fjallabyggðar hefur ákveðið að bjóða upp á eina sýningu enn af gamanleiknum "Brúðkaup" en leikverkið hefur heldur betur slegið í gegn í uppfærslu leikfélagsins. Lokasýning verður miðvikudaginn 3. desember kl. 20:00
Höfundurinn og leikstjórinn sjálfur, Guðmundur Ólafsson, mun heiðra sýninguna með nærveru sinni í hlutverki hins óborganlega séra Egils.

Ekki missa af þessari allra síðustu sýningu Bæjarlistamanns Fjallabyggðar árið 2014 - sjáumst í Tjarnarborg 3. desember kl. 20:00!

Miðapantanir hjá Helenu í síma 845-3216