Breyttur útivistartími Barna

Vakin  er athygli á að útivistartími barna- og ungmenna breyttist 1. september. Nú mega 12 ára börn og yngri vera úti til kl. 20 og 13 til 16 ára börn til kl. 22.  Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af reglunum þegar börn 13 til 16 ára eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.  Aldur miðast við fæðingarár.  Í tilkynningu frá lögreglunni segir að útivistarreglurnar séu samkvæmt barnaverndarlögum og sé meðal annars ætlað að tryggja börnum nægan svefn. Ætla megi að börn og unglingar á grunnskólaaldri þurfi að sofa í 10 tíma. Mikilvægt sé að fylgja því eftir. Í því felist meðal annars að ganga úr skugga um að börnin séu ekki í tölvunni þegar þau eigi að vera komin í rúmið.