Breyttur opnunartími sýsluskrifstofunnar í Ólafsfirði

Skjaldarmerki Íslands
Skjaldarmerki Íslands
Frá og með 1. september 2009 verður skrifstofan í Ólafsfirði opin frá kl. 9:00 til kl. 13:00 alla daga, en þó til kl. 15.:00 á þriðjudögum, en þá er sýslumaður til viðtals, að forfallalausu.

Engin breyting verður á afgreiðslu erinda fyrir utan að starfsmaður Tryggingastofnunar á Siglufirði, Guðfinna Ingimarsdóttir, mun sjá um afgreiðslu erinda við Tryggingastofnun.  Íbúar Ólafsfjarðar geta þó áfram skilað öllum umsóknum og gögnum á skrifstofuna í Ólafsfirði.

Símatími skrifsstofunnar verður óbreyttur frá kl. 8:00 til kl. 15:30. 

 

Sýslumaðurinn á Siglufirði

Ásdís Ármannsdóttir