Borgarnesferð yngri flokka KS

Á morgun halda á milli 40-50 KS ingar til Borgarness til þess að taka þátt í Búnaðarbankamótinu sem þar er haldið. Keppendur eru í 3. flokki kvenna og 4., 5. og 6. flokki karla.Mótið er það fyrsta sem KS - ingar taka þátt í á þessu sumri en síðar í sumar verður farið á Gullmótið í Kópavogi, Nikulásarmót á Ólafsfirði, Strandamót og Króksmót auk þess sem allir kvennaflokkar taka þátt í Pæjumótinu á Siglufirði.Það er því nóg um að vera hjá yngri flokkunum í sumar og ánægjulegt að foreldrar fara í flestum tilfellum með börnum sínum á mótin og taka þar með virkan þátt.Af heimasíðu KS