Borgarafundur á morgun vegna sameiningarmála.

Á morgun, þriðjudaginn 17. janúar, mun bæjarstjórn Siglufjarðar halda opinn borgarafund á Bíó Café kl. 20.00 þar sem kynnt verður staða mála varðandi sameiningarmál við Ólafsfjörð. Fulltrúar úr samstarfsnefnd munu kynna stuttlega skýrslu RHA og verður síðan opið fyrir fyrirspurnir um allt er viðkemur fyrirhuguðum sameiningarkosningum. Siglfirðingar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og kynna sér stöðuna í þessu mikilvæga málefni.