Bókasafnsdagurinn - lestur er bestur

Bókasafnsdagurinn - lestur er bestur
Bókasafnsdagurinn - lestur er bestur

Bókasafnsdagurinn lestur er bestur - út fyrir endimörk alheimsins.

Bókasafnsdagurinn verður haldinn hátíðlegur þann 8.september 2016.


Markmið dagsins er tvíþætt:

Að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu.

Vera hátíðisdagur starfsmanna safnanna.

  • Sameinuðu þjóðirnar gerðu þennan dag að alþjóðadegi læsis árið 1965. Á þessum degi er fólk, hvar sem það er í heiminum, hvatt til þess að lesa upp, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota tungumálið til ánægjulegra samskipta.
  • Líttu við á bókasafninu þínu og hjálpaðu okkur að halda upp á daginn. Við ætlum að líta okkur nær og skoða menningararfinn. Bækur sem tengjast nýju verkefni Fjallabyggðar „Matur, handverk, þjóðtrú – hver er þinn menningararfur? liggja frammi og frá kl.16.00-17.00 munu fulltrúar verkefnisins vera í bókasafninu á Siglufirði og kynna verkefnið. Mánudaginn 12. september, frá 16.00-17.00, verða fulltrúar verkefnisins svo í bókasafninu á Ólafsfirði.
  • Gömul skjöl sem tengjast sögu bæjanna okkar liggja frammi.
  • Gefum bækur
  • Heitt á könnunni og meðlæti