Bókasafnsdagurinn 2014

Mynd: upplysing.is
Mynd: upplysing.is
"Bókasafnsdagurinn 2014: Lestur er bestur" verður haldinn 8.sept næstkomandi á Alþjóðadegi læsis. Markmið dagsins er tvíþætt:
- að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu
- vera dagur starfsmanna safnanna.

Starfsfólk bókasafnsins vill bjóða íbúum Fjallabyggðar að njóta þessa dags með sér og hvetur alla til að kíkja við þennan dag.

Í Bókasafninu í Ólafsfirði ætlum við að heiðra minningu Aðalheiðar Karlsdóttur frá Garði með því að stilla upp verkum hennar ásamt gömlum úrklippubókum sem gaman er að fletta í. Hugmyndakassi verður settur upp á barnadeildinni þar sem við biðjum fólk um hugmyndir að nafni á nýju fínu barnadeildina. Öll börn fá bókamerki dagsins ásamt lestrardagbók.

Í Bókasafninu í Siglufirði ætlum við að taka í notkun nýtt lesherbergi (fyrrum Bjarnastofu). Þar verður fyrirtaks aðstaða hvort sem er fyrir grúskara eða námsmenn. Nostalgían verður ráðandi þennan dag. Sett verður upp smá sýning á gömlum barnabókum og gömlum Siglfirskum tímaritum sem gefin voru út hér á árum áður. Einnig verður hægt að kíkja í gamlar spjaldskrár og pikka á gömlu ritvélina sem notuð var til að merkja safnkostinn.

Í tilefni dagsins er nýjum lánþegum boðið frítt lánþegaskírteini í einn mánuð!

Heitt á könnunni, safar fyrir börnin og smá nasl.
Opið þennan dag frá 09:00-12:00 og 13:00-17:00

Hrönn Hafþórsdóttir
forstöðurmaður