Bókasafnið á Siglufirði 100 ára

Bókasafnið á Siglufirði er 100 ára í dag 11. febrúar. Að þessu tilefni verður opið hús á Bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði næstkomandi föstudag, 18. febrúar, klukkan 15-17.  

100 ár frá því að hreppsnefnd Siglufjarðar samþykkti stofnun lestrarfélags á Siglufirði

Þann 11. febrúar 1911 var samþykkt á miðsvetrarfundi hreppsnefndar með bæjarbúum á Siglufirði að stofna lestrarfélag á Siglufirði. Kosin var þriggja manna nefnd á fundinum til að sjá um framkvæmdina og útvega fé til bókakaupa.
Á miðsvetrarfundi árið 1915 gerðust 80 manns meðlimir lestrarfélagsins og þá höfðu verið keyptar um 100 bækur. Lestrarfélagið hafði aðsetur í barnaskólahúsinu og voru bækurnar geymdar þar. Útlán bóka lestrarfélagsins hófust  þann 20. febrúar 1916.

 

Heimild:
Ingólfur Kristjánsson. (1968). Siglufjörður: 150 ára verzlunarstaður, 50 ára kaupstaðarréttindi. Siglufjörður: Siglufjarðarkaupstaður og Sögufélag Siglufjarðar.