Bókasafnið Ólafsfirði opið um helgina

Í tilefni Berjadaga og 70 ára afmælis Ólafsfjarðar sem kaupstaðar verður bókasafnið í Ólafsfirði Ólafsvegur 4, (gamla stjórnsýsluhúsið) opið um helgina þ.e. laugardag og sunnudag frá kl. 11:00 - 15:00.
Á annarri hæð safnsins er búið að útbúa notalega aðstöðu og þar er hægt að dunda sér við að kíkja í gamlar fundagerðarbækur, skoða gamlar ljósmyndir, blaðaúrklippur og fleira. Heitt á könnunni