Bókasafnið, Siglufirði lokar tímabundið 2. nóvember

Vegna framkvæmda (gólfefnaskipti) verður Bóka- og héraðsskjalasafnið Gránugötu Siglufirði lokað frá og með mánudeginum 2. nóvember. Reynum að opna aftur við fyrsta mögulega tækifæri. Nánar auglýst síðar. 

Minnum á að Bókasafnið, Ólafsfirði er opið frá kl. 13.00-17.00.  Engin gjöld vegna vanskila verða reiknuð á meðan á framkvæmdunum stendur. Alltaf er hægt að ná í okkur á fésbókinni,  eða í síma 4649120- 4649128 og/eða senda tölvupóst á bokasafn@fjallabyggd.is eða hronn@fjallabyggd.is.

Þar sem jólabækurnar eru byrjaðar að streyma inn bjóðum við upp á pantanir á bókum, hægt er að sjá nýjustu titlana á heimasíðu bókasafnsins

Biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og ekki hika við að hafa samband.

Hlökkum til að taka á móti ykkur að framkvæmdum loknum.

Forstöðukona