Blóðbankinn á ferðinni

Blóðbankabíllinn. (mynd: www.blodbankinn.is)
Blóðbankabíllinn. (mynd: www.blodbankinn.is)
Vakin er athygli á því að Blóðbankabíllinn verður við Ráðhús Fjallabyggðar mánudaginn 1. september á milli kl. 12:00 - 18:00. Eru íbúar Fjallabyggðar hvattir til að gefa blóð. 
Hverjir geta gefið blóð?
Ef þú ert fullfrísk/ur, lyfjalaus, á aldrinum 18 - 60 ára og yfir 52 kg getur þú orðið blóðgjafi.  Það tekur 30 mín. að gefa blóð. 
Nánari upplýsingar á www.blodbankinn.is