Blakfélag Fjallabyggðar Íslandsmeistari

Sigurvegarar 2. deild karla
Sigurvegarar 2. deild karla

Blakfélag Fjallabyggðar náði góðum árangri á sínu fyrsta starfsári og vann 2. deild karla á Íslandsmótinu í blaki sem lauk nú um nýliðna helgi. Stóð félagið uppi sem sigurvegari mótsins og endaði með 37 stig, einu stigi meira en HK-C. Kvennalið Blakfélags Fjallabyggðar var í neðsta sæti fyrir mótið í 2. deild, en náði með góðum árangri að koma sér úr níunda sæti í það sjötta.

Blakfélag Fjallabyggðar er hluti af Ungmenna- og íþróttasambandi Fjallabyggðar.