Birgir Ingimarsson ráðinn bæjarverkstjóri.

Birgir Ingimarsson. Mynd: siglo.is
Birgir Ingimarsson. Mynd: siglo.is
Á fundi bæjarráðs þann 17. desember var lögð fram tillaga deildarstjóra tæknideildar um ráðningu í starf bæjarverkstjóra Fjallabyggðar. 14 aðilar sóttu um starfið.
Lagt er til að Birgir Ingimarsson verði ráðinn í starfið og getur hann hafið störf um 20. janúar n.k.
Bæjarráð samþykkti framkomna tillögu samhljóða.
Birgir hefur undanfarin ár unnið hjá Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar við húsumsjón og sjúkraflutningar. Fjallabyggð býður Birgi velkomin til starfa.