Bilun í götulýsingu á flæðunum í Ólafsfirði

Vegna bilunar í götulýsingu er mjög dimmt við Aðalgötu og Hrannarbyggð á flæðunum í Ólafsfirði. Verið er að leita að biluninni og er vonast til að hægt verði að koma ljósi á fyrir helgi í áföngum. Vegfarendur eru hvattir til að fara með gát á þessu svæði og gangandi vegfarendur eru hvattir til að nota endurskinsmerki til að auka öryggi sitt.