Biddý lætur af störfum eftir 43 ára starfsferil

Brynhildur (Biddý) Baldursdóttir
Brynhildur (Biddý) Baldursdóttir

Biddý lætur af störfum eftir 43 ára starfsferil.

Í dag eru tímamót á bæjarskrifstofunni þegar hún Biddý okkar, Brynhildur Baldursdóttir, lýkur sinni síðustu vakt eftir langan starfsferil sem spannar rúm 43 ár. Biddý hóf störf hjá Siglufjarðarkaupstað 1. janúar 1980 og hefur upplifað tímana tvenna og nokkur tímamót í sögu bæði Siglufjarðar og sameinuðu sveitarfélagi Fjallabyggð.  Biddý hefur meðal annars unnið með 11 bæjarstjórum og verið ein af okkar dýrmætustu starfsmönnum, þjónað bæjarbúum af samviskusemi og dugnaði.  Síðasti starfsdagur hennar er í dag 26. maí.

Fjallabyggð þakkar Biddý fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur á komandi árum.