Svala Júlía Ólafsdóttir og Ólafur S. Guðmundsson
Rauðka og Síldarævintýrið á Siglufirði efndu til uppskriftasamkeppni um besta síldarréttinn á Síldarævintýrinu 2016. Sérstök dómnefnd valdi besta síldarréttinn og var síldarsalatið hennar Svölu Júlíu Ólafsdóttur valið það besta. Verðlaunin voru ekki af verri endanum gisting á Hótel Sigló.
Óskum við Svölu Júlíu innilega til hamingju með vinninginn.
Rússneskt síldarsalat
- Soðnar kartöflur (stappaðar)
- Soðin egg (skorin)
- Grænar baunir
- Niðursoðnar gulrætur (saxaðar)
- Súrar gúrkur, heilar stórar í krukku (saxaðar smátt)
- Marinerurð síld (skorin smátt)
- Sýrður rjómi, majones, salt
Vinningsuppskriftina er einnig að finna á vefsíðu Síldarævintýrisins.