Berjadagar tónlistarhátíð

Berjadagar 2017, tónlistarhátíð í Ólafsfirði haldin í 19. sinn dagana 17. - 20. ágúst.

Dagskráin er fjölbreytt og hefst hátíðin á opnunartónleikum í Ólafsfjarðarkirkju kl. 20:00 fimmtudaginn 17. ágúst þar sem þau Hlöðver Sigurðsson tenór,
Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór, Elfa Dröfn Stefánsdóttir mezzósópran flytja dúetta og dægurlög í bland við aríur, lög eftir t.d. Bjarna Þorsteinsson, Sigfús Halldórsson og Ingibjörgu Þorbergs og aríur eftir Donizetti, Bizet o.fl. við píanóundirleik Bjarna Frímanns Bjarnasyni.

Föstudaginn 18. ágúst kl. 20:00 í Ólafsfjarðarkirkju munu þau Hulda Jónsdóttir fiðluleikari og Bjarni Frímann Bjarnason leiða saman hesta sína. Fluttar verða tvær franskar fiðlusónötur eftir þá meistara Francis Poulenc og Camille Saint-Saëns. Auk þessa höfuðverka fyrir einleiksfiðlu verður flutt píanótríó eftir L.v. Beethoven - “Drauga tríó”. Í píanótríóinu slæst Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari í för með tvíeykinu.

Föstudaginn 18. ágúst kl. 21:00 – 23:00 verða söngtónleikar - Karókí á Kaffi Klöru. Þar  munu þau Guido og Lísa bjóða gestum með sér í söng og verður karókí á staðnum svo að gestir og gangandi geti sungið við raust

Allir velkomnir!

Laugardagur 19. ágúst kl. 14:00 í Pálshúsi verða svo Barna- og unglingatónleikar fyrir alla fjölskylduna.

Stelpurófan rappar/Rappsmiðja í Pálshúsi.
Stelpurófan er einn meðlimur hljómsveitarinnar Krakk og Spaghettí. Stelpurófan ætlar rappa fjörug lög allt frá Lagarfljótsorminum til Fresca og hitta krakka í Fjallabyggð.

Eftir tónleikana sem eru um 20 mínútur mun Stelpurófan segja frá rappinu sem er ekki bara textasmíðin ein og sér heldur þarf að prófa sig áfram með að semja takt og hryn: Undirleikinn. Undirleikurinn er rafræn tónlist og fá gestir að skyggnast inní skemmtilegan listheim og kynnast í leiðinni listakonunni Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur sem hefur valið sér listamannsnafnið Stelpurófan

Allir velkomnir!

Laugardagur 19. ágúst kl. 15:30 á Hornbrekku Dvalarheimili aldraðra mun Kvæðamannafélagið Ríma flytja eldri og nýrri rímur. Rímur eru kveðnar af áhugafólki víðsvegar um landið í okkar samtíma og er því lifandi list. Félagið er hópur alþýðufólks frá Ólafsfirði og Siglufirði.

Allir velkomnir!

Laugardagskvöldið 19. ágúst í Menningarhúsinu Tjarnarborg verða stórtónleikar með söng og tónlist frá Spáni. Kokkurinn Ida Marguerite Semey framkallar seiðmagnaða tapasrétti og býður uppá vínsmökkun

Fram koma þau Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, sópran, Þorsteinn Freyr Sigurðsson, tenór, Hlöðver Sigurðsson, tenór, Frédérique Friess, sópran og Margrét Hrafnsdóttir, sópran

Hulda Jónsdóttir, fiðla
Ave Kara Sillaots, dragspil
Ólöf Sigursveinsdóttir, selló
Bjarni Frímann Bjarnason píanó

Húsið opnar kl. 18:30
Borðhald hefst kl. 19:00 

Miðapantanir á tix.is 

Sunnudaginn 20. ágúst kl. 11:00 í Ólafsfjarðarkirkju verður Berjamessa 

Mun Sigrún Valgerður Gestsdóttir, sópran syngja sönglög eftir Sigursvein D. Kristinsson tónskáld og náttúruunnanda úr Ólafsfirði. Sigursveinn Magnússon leikur á píanó. Sr. Sigríður Munda þjónar fyrir altari

Sunnudaginn 20. ágúst kl. 13:00 verður  ,,KÆRLEIKSGANGA” í Ólafsfirði

Lagt af stað inní einn af grösugum dölum Ólafsfjarðar og skoðuð flóra jarðar. Í göngunni verður boðið uppá aðalbláber og ekta ólafsfirska ástarpunga!
Gangan tekur um tvo – þrjá tíma. Æskilegt að vera í góðum gönguskóm. Umsjón: María Bjarney Leifsdóttir og Snjólaug Kristinsdóttir kærleiksgarpar Ólafsfjarðar. 
Hist verður kl. 13 við Pálshús við Strandgötu til að stilla saman strengi. Allir velkomnir!

Almennar upplýsingar:

Miðaverð á tónleika í Ólafsfjarðarkirkju/Tickets church:
Kr. 3.000.-
Frítt fyrir börn og unglinga

Miðaverð í Tjarnarborg/Tickets in Tjarnarborg 
Kr. 7.500.-
Börn og unglingar 
Kr. 2.000.-

Hátíðarpassi/Festivalticket
Kr. 11.000.-  fullorðnir/adults
Kr. 2.000.-  börn 18 ára og yngri/children up to 18 years

Framkvæmd og umsjón: Ólöf Sigursveinsdóttir
Mynd viðburðar: Ave Kara Sillaots, harmonikkuleikari og organisti í Ólafsfjarðarkirkju, myndina tók Guðný Ágústsdóttir ljósmyndari

Heimasíða hátíðar: berjadagar-artfest.com

Framkvæmd: 
Ólöf Sigursveinsdóttir
Netfang: berjadagar.artfest@gmail.com (Ólöf) s. 6152231

Samstarfsaðilar og upplýsingar er varða viðburð laugardagskvöld:
Kaffi Klara - netfang: gisthusjoa@gmail.com (Ída)
Menningarhúsið Tjarnarborg Ólafsfirði - tjarnarborg@fjallabyggd.is 

Styrktaraðilar:
Bæjarsjóður Fjallabyggðar
Tónlistarsjóður
Rammi ehf.
Arion banki
Árni Helgason