Bergþór Morthens sýnir í Mosfellsbæ

Laugardaginn 27. mars mun Bergþórs Morthens, opna sýningu sína  Jón Sigurðsson, í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin stendur til 24. apríl. Verk Bergþórs eru tjáningarrík (e. expressive) portrett sem skírskota til atburða, persóna og aðstæðna í samtíma okkar, eins og nútímasamskipta, þjóðerniskenndar, sjálfstæðis og hetjudýrkunar.
Bergþór Morthens (f. 1979) útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2004 og hefur síðan unnið ötullega að list sinni og haldið bæði einka- og samsýningar. Hann hefur sýnt víða um land, á Akureyri, Reykjavík og Siglufirði. Bergþór er búsettur á Siglufirði og er vinnustofa hans þar.
Verkin sem Bergþór sýnir í Listasal Mosfellsbæjar eru unnin með blandaðri tækni á striga og er Bergþór ófeimin að blanda saman ólíkum efnum. Verkin eru tjáningarrík (e. expressive) portrett sem skírskota til atburða, persóna eða aðstæðna í samtíma okkar, eins og nútímasamskipta, þjóðerniskenndar, sjálfstæðis og hetjudýrkunar.
Bergþór var einnig að opna nýja heimasíðu sem hægt er að vinna hér: http://www.bergmort.com/