Baráttudagur gegn einelti

Í gær þann 8. nóvember, var alþjóðlegur dagur gegn einelti og tóku nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar þátt í skemmtilegri dagskrá af því tilefni. Nemendum var skipt í hópa þvert á bekki á sitt hvorri starfsstöðinni og unnu ýmis verkefni tengd vinnu gegn einelti. Nemendur bjuggu til vinabönd, veggspjöld, spiluðu og dönsuðu.

Dagurinn heppnaðist mjög vel og má sjá myndir frá deginum á heimasíðu grunnskólans.