Banana Effect kynnir Lykilmanninn

Einn af hápunktum Skammdegishátíðar er sýningin Lykilmaðurinn sem listahópurinn Banana Effect frá Hong Kong sýnir.
Þetta er afar sérstök sýning. Eitthvað sem þú hefur aldrei prófað áður. Sýningin verður í Menningarhúsinu Tjarnarborg föstudaginn 29. janúar kl. 19:00 og tekur eina klukkustund. Sýningin er fyrir 10 ára og eldri. Aðeins komast 100 gestir á sýninguna. Aðgangur er ókeypis en sýna þarf miða við aðganginn sem hægt er að nálgast á Bókasafni Fjallabyggðar (Ólafsfirði og Siglufirði).

Lykilmaðurinn í Tjarnarborg