Baldur Ævar kominn til Kína

Baldur Ævar (mynd fengin af www.ifsport.is)
Baldur Ævar (mynd fengin af www.ifsport.is)
Baldur Ævar Baldursson er staddur í Kína um þessar mundir og tekur þátt í ólympíuleikunum fatlaðra.

Þessi 27 ára gamli Ólafsfirðingur hefur náð þeim stórkostlega árangri að vera einn af 5 keppendum sem taka þátt fyrir Íslands hönd í Ólympíuleikunum. Baldur mun keppa í langstökki þriðjudaginn 9. september nk.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra http://www.ifsport.is/  Einnig er hægt að sjá frá ýmsum viðburðumí beinni hér

Óskum við Baldri Ævari til hamingju með þennan frábæra árangur og óskum honum um leið góðs gengis í Kína.