Bæjarstjóri Fjallabyggðar Gunnar Ingi Birgisson lætur af störfum 1. desember nk.

Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri hefur ákveðið að láta af störfum fyrir Fjallabyggð af persónulegum og heilsufarslegum ástæðum frá og með 1. desember nk.

Gunnar tók við starfi bæjarstjóra þann 29. janúar 2015.

Hann þakkar starfsfólki og íbúum Fjallabyggðar fyrir samstarf á síðustu árum.