Bæjarráð Fjallabyggðar tekur undir áskorun Landssambands smábátaeiganda

Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 15. mars var til umræðu stjórnarsamþykkt Landsambands smábátaeigenda frá 7. mars 2016. Þar er skorað á stjórnvöld að auka þorskkvóta á næsta fiskveiðiári um 30 þ. tonn og af því færu 2 þ. tonn til strandveiða.

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti að taka undir áskorun Landsambands smábátaeigenda.

 

Samþykkt stjórnar Landssambands smábátaeigenda.

Stjórn Landssambands smábátaeigenda skorar á sjávarútvegsráðherra að leita allra leiða til að auka nú þeger veiðiheimildir í þorski um 30 þús tonn.  Úthutað verði til strandveiða 2.000 tonnum og 28 þús. tonn fari til skipa sem nýtt hafa þorskveiðiheimildir sínar með veiðum undanfarin 3 ár.