Bæjarlistamaður 2011

Sandra Finssdóttir og Örlygur Kristfinnsson
Sandra Finssdóttir og Örlygur Kristfinnsson
Síðastliðinn föstudag útnefndi menningarnefnd, Örlyg Kristfinnsson Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2011. Sandra Finnsdóttir formaður nefndarinnar fór yfir það ötula starf sem Örlygur hefur tekið að sér í Fjallabyggð sem safnstjóri, rithöfundur, myndlistarmaður, hönnuður, kvæðamaður og lífskúnstner. Þetta er í annað sinn sem valinn er Bæjarlistamaður Fjallabyggðar og tekur  Örlygur við nafnbótinni af Bergþóri Morthens sem bar titilinn árið 2010. Fjallabyggð óskar Örlygi innilega til hamingju með nafnbótina.