Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2012

Menningarnefnd Fjallabyggðar auglýsir eftir umsóknum og /eða rökstuddum ábendingum um bæjarlistamann Fjallabyggðar 2012

Nafnbótin bæjarlistamaður getur hlotnast einstökum listamönnum eða hópum s.s. hljómsveitum, kórum og leikfélögum.

Styrkur til bæjarlistamanns 2012 nemur kr. 150.000 til einstaklings og kr. 250.000 til hóps.
Umsóknir eða ábendingar skulu berast fyrir 2. des. 2011 til Karítasar Skarphéðinsdóttur Neff, fræðslu- og menningarfulltrúa, Ólafsvegi 4, 625, Ólafsfirði, símar 464 9200 / 464 9100, netfang: karitas@fjallabyggd.is


Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns má finna á heimasíðu Fjallabyggðar og eru listamenn og aðrir hvattir til að kynna sér þær. 

Karítas Skarphéðinsdóttir
NeffFræðslu- og menningarfulltrúi