Austrænt handverk í Listhúsinu

Laugardaginn 18. júlí milli kl. 14:00 - 18:00 verður sýning á austrænu handverki í Listhúsinu í Ólafsfirði þegar handverkslistamenn frá Hong Kong sýna verk sín.
Um sýninguna:
Lamby Cher og Crystal eru handverks listamenn frá Hong Kong. Lamby hefur útbúið seríu af leður skúlptúrum af dýrum úr hinum 12 stjörnumerkjum, og einnig skúlptúra af blómum úr leðri.
Crystal mun sýna handgerð veski/töskur með litfögru austurlensku blómamynstri.
Cher mun sýna skartgripi og eyrnalokka, Meðan á sýningu stendur mun Lamby kenna tæknina við að vinna og skera út í leður. Crystal mun sýna hvernig hún býr til falleg veski/töskur og Cher mun sýna hvernig hægt er að nota vír til að búa til eyrnarlokka. Á sýningunni er líka hægt að kaupa sett til að búa til sín eigin veski. Verið velkomin að prófa. Aðeins opið einn dag , ekki missa af því.
Um listamennina:
Lamby, Lam Oi Kun rekur listamiðstöð 701 Art Corner í Hong Kong. Hún hefur kennt handverk árum saman. Hún heldur einnig námskeið í olíumálun í listamiðstöð sinni.
Nánari upplýsingar má finna hér: http://701ac.com/.
Cher Lam er sérfræðingur í að yfirfæra hugmyndir yfir í skartgripi.
Crystal Chan einbeitir sér að handtöskum og veskjum.

18. julí 2015 | kl. 14:00-18:00 
Handverks-listamenn frá Hong Kong: Lamby Lam, Cher Lam og Crystal Chan 
Staður: Listhús Gallerý | Ægistgata 10, 625 Ólafsfjörður, Ísland | www.listhus.com