Siglufjarðarvegur lokaður
Þrjár aurskriður féllu með skömmu millibili á Siglufjarðarveg, vestan við strákagöng, í gærkvöldi. Veginum var lokað og munu starfsmenn Vegagerðarinnar hreinsa hann nú í morgunsárið.
Mikið hefur ringt hér á svæðinu síðustu daga og voru starfsmenn þjónustumiðstöðvar kallaðir út í nótt þegar vatn var farið að belja niður eftir Hvanneyrarbrautinni, (þegar komið er inn til Siglufjarðar norðanmegin), og náði vatnsflaumurinn alveg niður að íþróttahúsi. Ástæða þessa, fyrir utan gífurlegrar rigningar, var að yfirfallsræsi hafði stíflast. Engar skemmdir hlutust af þessu en töluvert af smágrjóti flaut með niður eftir Hvanneyrarbrautinni eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Svona leit Hvanneyrarbrautin út í morgun.

Yfirfallsræsi við Bakkatjörn hafði stíflast og því fór sem fór.