Aukin þjónusta við Leikskóla

Bæjarráð Siglufjarðar hefur samþykkt að Leikskólinn taki tímabundið við ársgömlum börnum eftir hádegi. Áður hafði skóla - og menningarnefnd samþykkt þetta fyrirkomulag og beint því til bæjarráðs. Bæjarráð hefur jafnframt samþykkt að leikskólagjöld hækki um 8% frá og með 1. janúar n.k. en gjald fyrir hádegisverð og hressingu verði óbreytt. Þrátt fyrir þessa hækkun eru leikskólagjöld á Siglufirði undir meðaltali og mun lægri heldur en í mörgum sambærilegum sveitarfélögum.