Aukin opnun á íþróttamiðstöðinni Siglufirði

Frá sundlaug Siglufjarðar
Frá sundlaug Siglufjarðar

Á fund bæjarráðs í gær kom íþrótta- og tómstundafulltrúi og kynnti tillögu að opnunartíma íþróttamiðstöðva og lagði fram upplýsingar um ástand tækjakosts í tækjasal og viðhaldsþörf.
Bæjarráð samþykkti að nýr opnunartími taki gildi frá og með 1. febrúar nk. sem er á sunnudaginn. Breytingin á opnunartíma felur í sér að nú verður opið í íþróttamiðstöðina á Siglufirði á sunnudögum á milli kl. 10:00 - 14:00. Önnur opnun er óbreytt.

Sjá nánar opnunartíma stofnanna hér á heimasíðunni.