Auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta

Fiskistofa hefur auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa í Fjallabyggð. Umsóknarfrestur er til 6. apríl.

Auglýsing Fiskistofu er svohljóðandi: 

"Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2009/2010 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 82, 29. janúar 2010.

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 231/2010 í Stjórnartíðindum

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög:

Stykkishólmsbær
Fjallabyggð (Siglufjörður, Ólafsfjörður)

Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar (www.fiskistofa.is), og þar eru ofangreindur reglur einnig aðgengilegar.  Umsóknarfrestur er til og með 6. apríl 2010.

Fiskistofa, 20. mars 2010."