Auglýsing vegna matskyldu framkvæmdar

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Fjallabyggð farið yfir tilkynningu Vegagerðarinnar vegna framkvæmdaleyfis á nýbyggingu vegar og efnistöku í námu. Niðurstaða Fjallabyggðar er að nýbygging Skarðsvegar í Skarðsdal og efnistaka úr námu A norðan Siglufjarðar (númer námu 19544) séu ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 23. ágúst 2017.

Deildarstjóri tæknideildar