Auglýsing um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra

Rætur bs.  málefni fatlaðs fólks á vestanverðu Norðurlandi vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 27.gr. laga nr. 59/1992  um málefni fatlaðra, vegna námskostnaðar og verkfæra – og tækjakaupa fatlaðra.
Heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing.  Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra- og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðum að skapa sé atvinnu.

Umsóknir skulu berast á þar til gerðu eyðublaði, ásamt greinargerð og ljósriti af örorkuskírteini, til viðkomandi félagsþjónustu, en þar er  hægt að fá umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar.

Umsóknarfrestur er til  17.október 2014

Félagsþjónusta Fjallabyggðar, Ráðhúsið, 580 Siglufirði, sími 464 9100
Fjölskyldusvið Húnaþings vestra, Ráðhúsið, 530 Hvammstanga, sími 455 2400
Félags-og skólaþjónusta Austur Húnavatnssýslu, Flúðabakka 2, 540 Blönduósi, sími 455 4170
Fjölskyldusvið, félagsmál,  Ráðhúsið, 550 Sauðárkóki, sími 455 6000
Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsið, 620 Dalvík, sími 460 4900