Auglýsing um skipulag í Fjallabyggð

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032

Verslun og þjónusta á Brimnestungu

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 12. október sl. að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin gerir m.a. ráð fyrir því að fyrirhuguð landfylling verði felld út þar sem hún mun eyðileggja þær náttúrulegu aðstæður sem skapa öldumyndun fyrir brimbrettaiðkun, strandsvæði (301 ST) stækkar og nær yfir varnargarða sem áður voru skilgreindir sem hafnarsvæði, reitur fyrir verslun og þjónustu á Brimnestungu er afmarkaður fyrir brimbrettaaðstöðu og tengda starfsemi. Einnig er hverfisverndarsvæði skilgreint frá fjöru að netlögum. Markmið með verndinni er að varðveita sjávarbotninn sem skapa öldur sem eru eftirsóknarverðar fyrir brimbrettaiðkun.
Nánari upplýsingar eru á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, þar er einnig tekið við athugasemdum og ábendingum á slóðinni: https://skipulagsgatt.is/issues/112

Tillaga að deiliskipulagi fyrir brimbrettaaðstöðu við Brimnestungu í Ólafsfirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 12. október 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir brimbrettaaðstöðu við Brimnestungu í Ólafsfirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 1,6 ha. og markast af Námuvegi til suðurs, Ólafsfjarðarvegi til vesturs og sjó til norðurs og austurs. Markmið deiliskipulagsins er að skipuleggja útisvæði og byggð sem styður brimbrettaiðkun og sjósund á svæðinu og fellur vel að landinu.
Nánari upplýsingar eru á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar þar er einnig tekið við athugasemdum og ábendingum á slóðinni: https://skipulagsgatt.is/issues/111
____________________________________________________________________________
Tillögur að breyttu aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi liggja frammi á upplýsingatöflu á 3.hæð Ráðhúss Fjallabyggðar við Gránugötu 24 á Siglufirði frá 13. nóvember 2023 til 1. Janúar 2024 og á nýjum vef Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 1. janúar 2024. Eingöngu er tekið við athugasemdum og ábendingum á rafrænan hátt í gegnum skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum í gegnum netfangið iris@fjallabyggd.is.

Skipulagsfulltrúi Fjallabyggðar


Aðalskipulagsbreyting
Nýtt deiliskipulag Brimnestungu – uppdráttur
Nýttt deiliskipulag Brimnestungu - greinargerð