Atvinnulífið

Ný bíllinn
Ný bíllinn
Nú nýverið afgreiddi Sigurjón Magnússon ehf. nýja og vel búna Scania slökkvibifreið til slökkviliðsins í Grindavík. Bifreiðin er búin rúmgóðu áhafnarhúsi með reykköfunarstólum og rúmmikilli yfirbyggingu með tank og dælubúnaði.

Næg verkefni eru framundan hjá fyrirtækinu. Hafin er vinna við innréttingar á fimm nýjum sjúkrabifreiðum fyrir Rauða kross Íslands. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki á fyrri hluta ársins. Auk þess er fyrirtækið að vinna að endurnýjun á gömlum Man slökkvibíl fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Bíllinn verður tekinn í gegn frá grunni, yfirbygging sem áhafnarhús ryðbætt og lagfærð og bíllinn loks heilsprautaður.