Atvinna - Umsjónarmaður Skíðasvæðis

Fjallabyggð auglýsir laust starf til umsóknar: Umsjónarmaður skíðasvæðis á Siglufirði. Um er að ræða framtíðarstarf.

 

Umsjónarmaður Skíðasvæðis hefur umsjón með
daglegum rekstri skíðasvæðis í Skarðsdal.

Æskilegt er að starfsmaður hafi reynslu af umhirðu og rekstri
skíðasvæða og/eða önnur sambærileg störf.

Æskilegt er að umsækjendur hafi réttindi á snjótroðara eða
séu tilbúnir að afla sér slíkra réttinda.

Umsóknareyðublöð fást á, bæjarskrifstofum Fjallabyggðar eða á http://www.fjallabyggd.is/ og skal umsóknum skilað á bæjarskrifstofur Fjallabyggðar fyrir 28. Nóvember 2007.

Laun skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga
við viðkomandi stéttarfélag.

 

Nánari upplýsingar veitir Íþrótta- og tómstundafulltrúi í síma 464-9200