Atvinna - Félagsmiðstöðin Neon

Fjallabyggð auglýsir laus til umsóknar störf við Félagsmiðstöðina Neon í Fjallabyggð.

Um er að ræða gefandi vinnu með börnum og unglingum, vinnutími er að mestu leiti á kvöldin. (mánudags-, miðvikudags- og föstudagskvöld, svo er opið einn seinni part í viku fyrir yngri krakka).
Ræsting verður einnig á vegum starfsmanns.

Æskilegt er að umsækjendur séu  20 ára og ber þeim að skila inn sakavottorði með umsókn sinni.
Ýmis auka verkefni fylgja starfinu s.s. ferðalög og aðrar uppákomur hjá félagsmiðstöðinni.

Árlegur vinnutími er 20. september til 31. maí.

Launakjör skv. samningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag

Allar frekari upplýsingar veitir Haukur Sigurðsson í síma 863-1466.
Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunni eða á http://www.fjallabyggd.is/is/page/umsoknir

Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofur Fjallabyggðar eigi síðar en 18. október 2013.

Haukur Sigurðsson
Íþrótta-og tómstundafulltrúi