Árshátíð Grunnskóla Ólafsfjarðar

2. bekkur lék atriðið um Emil í Kattholti og súpuskálina.
2. bekkur lék atriðið um Emil í Kattholti og súpuskálina.
Árshátíð Grunnskóla Ólafsfjarðar, 1. – 6. bekk var haldin föstudaginn 15.febrúar. Sýndar voru leikgerðir af hinum ýmsu sögum Astrid Lindgren, en eins og kunnugt er á hún aldar afmæli í ár. Árshátíðin var haldin í Tjarnarborg að venju og var fullt hús, setið var bæði uppi og niðri. Árhorfendur voru sammála um að vel hefði tekist til og þeir skemmtu sér vel yfir atriðum úr Línu Langsokk, Emil, Börnunum úr Ólátagarði, Kalla á þakinu, Ronju Ræningjadóttur ásamt fleiri skemmtilegum sögum. Við bendum á að á http://sksiglo.is/gallery/2008/grunnskolaborn/ eru fjölmargar myndir.