Árshátíð Grunnskóla Ólafsfjarðar

Æfingar standa nú yfir í Tjarnarborg  fyrir árshátíð Grunnskóla Ólafsfjarðar, 1. – 6. bekk. Verið er að æfa hinar ýmsu leikgerðir af sögum Astrid Lindgren, en eins og kunnugt er á hún aldar afmæli í ár. Að sögn kennara ganga æfingar vel. Árhátíðin verður haldin föstudaginn 15. febrúar kl. 18.00. Allir eru velkomnir. Miðverð er 1000 kr. fyrir alla sem ekki eru í 1. – 6. bekk Grunnskóla Ólafsfjarðar, ókeypis er þó fyrir börn á leikskólaaldri í fylgd með fullorðnum.