Áríðandi tilkynning til foreldra/forsjáraðila barna í Grunnskóla Fjallabyggðar

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að nýjar hertar sóttvarnarreglur tóku gildi á miðnætti 31. október sl. Ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi verður kynnt á næstunni. Tekin hefur verið ákvörðun um að mánudaginn 2. nóvember verði starfsdagur í Grunnskóla Fjallabyggðar. Stjórnendur og starfsfólk skólans þurfa svigrúm til að skipuleggja skólastarfið sem best. 

Við sendum frekari upplýsingar um skólastarfið á mánudag.

Skólastjórnendur.