Fréttir & tilkynningar

Æfing í viðbrögðum við bráðamengun hjá Fjallabyggðahöfnum

Landhelgisgæslan, Umhverfisstofnun, Samgöngustofa, Fjallabyggðar Hafnir og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Vestra verða með sameiginlega æfingu í viðbrögðum við bráðamengun í höfninni á Siglufirði á morgun.
Lesa meira

Opnir hreyfitímar Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar Ólafsfirði fyrir íbúa Fjallabyggðar

Heilsueflandi Fjallabyggð býður fullorðnum íbúum í opna hreyfitíma í Íþróttahúsi Fjallabyggðar í Ólafsfirði í október. Í boði verður fjölbreytt hreyfing og góður félagsskapur. Mánudaginn 16. október kl. 17:30 - K-dagur í dag; Körfubolti, kóngurinn á kistunni, kviðæfingar og kannski eitthvað rólegra á kantinum, s.s. badminton. Aðgangur ókeypis !
Lesa meira

Opinn kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi suðurbæjar Siglufjarðar

Opinn kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi suðurbæjar Siglufjarðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar 2. hæð, miðvikudaginn 18. október kl. 17:00.
Lesa meira

Bætt umferðaröryggi við gatnamót Hólavegar og Hlíðarvegar til suðurs

Vakin er athygli á breytingu umferðar um suðurhluta Hólavegar á Siglufirði. Markmið breytingarinnar er bætt umferðaröryggi við gatnamótin þar sem lítið pláss er fyrir gangandi vegfarendur, sjónsvið ökumanna takmarkað og erfitt fyrir bíla að mætast.
Lesa meira

Fjallabyggð hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar, Við töpum öll á einsleitninni - Jafnrétti er ákvörðun, sem var haldin í gær, 12. október 2023, voru afhentar viðurkenningar Jafnvægisvogarinnar, hreyfiafls FKA – Félags kvenna í atvinnulífinu, til 56 fyrirtækja, 11 sveitarfélaga og 22 opinberra aðila. Fjallabyggð er þar á meðal og er það annað árið í röð sem Fjallabyggð hlýtur þann heiður.
Lesa meira

Leikfélag Fjallabyggðar fagnar 10 ára afmæli - AUKASÝNING

Vegna fjölda áskorana verður Leikfélag Fjallabyggðar með aukasýningu sunnudaginn 15. október nk. kl: 20:30 Miðapantanir í síma 849-5384 Vibekka og 863-2604 Guðrún
Lesa meira

234. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 234. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 12. október 2023 kl. 17:00.
Lesa meira

Breyting á sorphirðu í Fjallabyggð

Íslenska gámafélagið með sérútbúinn tveggja hólfa bíl. Næstu þrjá mánuði verður breyting á sorphirðu í Fjallabyggð. Þar sem Íslenska gámafélagið notast nú við bíl með tveimur hólfum verður hér eftir almennt sorp og lífrænt losað á sama tíma og pappi og plast á sama tíma.
Lesa meira

Straumhvörf - vöruþróun í ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi

Í október verður kynningarfundur um verkefnið Straumhvörf og í lok október og byrjun nóvember verða haldnar vinnustofur Straumhvörf er nýtt vöruþróunarverkefni í ferðaþjónustu sem nær yfir allt Norður- og Austurland og er ætlað fyrirtækjum í ferðaþjónustu og fulltrúum sveitarfélaga. Tilgangurinn er að nýta tækifæri sem felast í auknu millilandaflugi til Norður- og Austurlands og búa til nýjar vörur og vörupakka í ferðaþjónustu. Að verkefninu standa Austurbrú/SSA, Markaðsstofa Norðurlands, SSNV og SSNE.
Lesa meira

Tilkynning til íbúa, eigenda sumarhúsa og gesta í Fjallabyggð vegna veðurviðvörunar !

Tilkynning til íbúa, eigenda sumarhúsa og gesta í Fjallabyggð vegna veðurviðvörunar ! Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðvörun sína vegna veðurs á morgun, þriðjudaginn 10. október, úr gulu í appelsínugula. Viðvörun er í gildi frá klukkan 06 á þriðjudag til klukkan 06 á miðvikudag.
Lesa meira