Fréttir & tilkynningar

Frábær Trilludagur laugardaginn 29. júlí 2023

Trilludagar voru haldnir á Siglufirði í sjötta sinn síðastliðinn laugardag og þóttu þeir takast einstaklega vel og var góð stemning á bryggjunni allan daginn og veðrið gott.
Lesa meira

Trilludagur og Síldarhátíð 29. júlí

Það verður mikið um að vera á Siglufirði um næstu helgi en þá er haldið upp á hinn árlega Trilludag, þar sem boðið eru upp á siglingar, sjóstangveiði, mat og ýmsar uppákomur. Auk þess verður vígsla á minnisvarða um síldarstúlkur, málþing, síldarsöltun og bryggjuball. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir og fleiri góðir gestir munu heiðra samkomuna.
Lesa meira

Sápuboltinn í Ólafsfirði um helgina 21.-23. júlí 2023

Hinn árlegi sápubolti fer fram í Ólafsfirði um helgina. Metnaðarfull fjölskylduskemmtun og dagskráin er hin glæsilegasta.
Lesa meira

Frjó menningarhelgi á Siglufirði dagana 13. - 16. júlí 2023

Frjó menningarhelgi á Siglufirði dagana 13. - 16. júlí 2023
Lesa meira

Laust starf sérfræðings á sviði loftslagsmála hjá Byggðastofnun

Byggðastofnun leitar nú að drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á loftslagsmálum til starfa við tveggja ára samstarfsverkefni umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, Byggðastofnunar, Veðurstofu Íslands og Skipulagsstofnunar. Um er að ræða 100% starfshlutfall til tveggja ára.
Lesa meira

232. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar 7. júlí kl. 12:00

Lesa meira

Lokun vegna sumarleyfa

Bæjarskrifstofa Fjallabyggðar verður lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 10. júlí til og með 21. júlí 2023. Hægt er að sækja klippikort fyrir gámasvæði fram að lokun, föstudaginn 7. júlí til kl. 14:00. Minnum á rafræna Fjallabyggð, íbúagáttina í gegnum heimasíðu Fjallabyggðar www.fjallabyggd.is þar sem nálgast má umsóknareyðublöð. Hægt er að senda erindi á fjallabyggd@fjallabyggd.is Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri
Lesa meira