01.02.2023
Frá og með 1. mars 2023 verður eingöngu tekið á móti reikningum með rafrænum hætti hjá sveitarfélaginu og stofnunum þess.
Reikningar skulu vera á svokölluðu XML formi og miðlað í gegnum skeytamiðlara. Ekki er tekið við PDF reikningum í gegnum tölvupóst.
Lesa meira
01.02.2023
Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum "Mínar síður".
Lesa meira
01.02.2023
Akstur skólarútu verður með breyttu sniði föstudaginn 3. febrúar nk. þar sem enginn kennsla verður í Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira
01.02.2023
Tafir urðu á sorphirðu í Fjallabyggð í gær vegna veðurs af þeim sökum verður almennt sorp fjarlægt í dag og á föstudaginn bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði.
Íbúar eru hvattir til að moka frá sorptunnunum og hafa greiða leið að þeim fyrir þá sem koma og losa þær. Ef aðgengi að sorptunnum er slæmt og íbúar hafa ekki sinnt því að greiða götu starfsfólks sorphirðunnar, verða tunnur ekki tæmdar.
Lesa meira
31.01.2023
Vakin er athygli á því að sorp verður ekki fjarlægt í suðubænum á Siglufirði í dag 31. janúar, vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira
30.01.2023
Fjölbreytt sumarstörf á heimili fyrir fatlað fólk (Lindargötu 2).
Starfstími er frá miðjum maí til ágústlok.
Lesa meira
30.01.2023
Næstu daga verður eitthvað rask á umferð og einhverjar götur lokaðar á Dalvík en tökur standa nú yfir á sjónvarpsþáttunum True Detective.
Hér má sjá áætlun um lokanir næstu daga en hún er gefin út með fyrirvara um breytingar. Allar lokanir verða einnig auglýstar á vef Vegagerðarinnar vegagerdin.is
Lesa meira
29.01.2023
Skólaliða vantar til starfa tímabundið í Grunnskóla Fjallabyggðar. Um er að ræða afleysingu til 7. júní, 100% starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Staðsetning starfsins er í skólahúsinu á Siglufirði.
Lesa meira
26.01.2023
Hönnunarkeppnin Stíll fór fram í íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 21. janúar kl. 12-17. Þemað sem valið er af Ungmennaráði Samfés var í ár „Gylltur glamúr “. Á Stíl koma saman og keppa unglingar af öllu landinu í fatahönnun, hárgreiðslu, förðun, framkomu og hönnunarmöppu.
Lesa meira
26.01.2023
Úrslit í ljóðasamkeppni grunnskólanema, Ljóðaflóð 2022, liggja nú fyrir. Menntamálastofnun, í samstarfi við Krakkarúv, efndi til keppninnar í tilefni af degi íslenskrar tungu. Í keppninni var ljóðformið frjálst og ánægjulegt að sjá hversu fjölbreytt og vönduð ljóð bárust.
Lesa meira