Fréttir & tilkynningar

Samningur um sveigjanlega dagdvöl í Fjallabyggð

Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, undirritaði í dag samning við Sjúkratryggingar Íslands um sveigjanlega þjónustu í dagþjálfun fyrir aldraða. Samningurinn felur í sér aðlögun og umbreytingu á þjónustu sveitarfélagsins í dagdvalar og dvalarrýmum á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku.
Lesa meira

Tæknilæsi í Fjallabyggð 60+

Tæknilæsi í Fjallabyggð - frítt fyrir 60+ Símey, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar býður íbúum Fjallabyggðar 60 ára og eldri upp á námskeið í tæknilæsi. Námskeiðin verða haldin i báðum byggðakjörnum 5. og 6. október og 12. og 13. október nk. (miðvikudaga og fimmtudaga) frá kl. 10:00-12:00 hjá Einingu Iðju, Eyrargötu 24b Siglufirði og sömu daga frá kl. 13:00-15:00 í Tjarnarborg Ólafsfirði.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins - seinni úthlutun

Opið fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins - seinni úthlutun Ríki og sveitarfélögum er heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á hagkvæmum leiguíbúðum sem kallast almennar íbúðir. Með því að styðja við uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði stuðla stofnframlög ríkisins að lægra leiguverði á hinum almenna leigumarkaði. Auglýst er eftir umsóknum í síðari úthlutun fyrir árið 2022 um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020.
Lesa meira

Gangstéttar í Fjallabyggð endurnýjaðar

Átak hófst í endurnýjun gangstétta í Fjallabyggð sumarið 2021 enda gangstéttar víða í sveitarfélaginu orðnar lélegar og rík þörf á að leggja nýjar á þeim stöðum þar sem engar voru fyrir.
Lesa meira

Rafmagnstruflanir af völdum óveðurs

Rafmagni sló út á Eyjafjarðarsvæðinu og víðar á Austurlandi um klukkan korter fyrir eitt í dag og unnið er að bilanagreiningu samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Víða er því enn rafmagnslaust og búast má við rafmagnstruflunum áfram. Hægt er að fylgjast með á www.landsnet.is.
Lesa meira

Nemendur í 6. - 10. bekk safna áheitum og leita til íbúa Fjallabyggðar

Mánudaginn næstkomandi, þann 26. september, ætla nemendur 6. - 10. bekkjar að hlaupa Ólympíuhlaup ÍSÍ og láta í leiðinni gott af sér leiða. Nemendur eru að safna áheitum og ætla að styrkja þrjú verðug málefni hér í Fjallabyggð sem eru þessi:
Lesa meira

Fyrirlestrar fyrir 60+ í Tjarnarborg - Áföll og leiðin áfram

Fyrirlestrar fyrir 60+ Minnum á fyrirlesturinn í dag í Tjarnarborg k. 17:00 - Áföll og leiðin áfram Katrín Ösp Jónsdóttir, verkefnastjóri og hjúkrunarfræðingur og Hildur Inga Magnadóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi ræða um afleiðingar áfalla og bjargráð. Unnið verður með styrkleika og leiðir sem stuðla að jákvæðum breytingum.
Lesa meira

Römpum upp Ísland

Aðgengi á Íslandi er oft takmarkandi fyrir hreyfihamlaða. Því er mikilvægt að koma upp römpum eða tryggja aðgengi með öðrum hætti. Á heimasíðunni www.rampur.is geta einkaaðilar sótt um styrki til að koma upp römpum eða annars konar lausnum við innganga sína og tryggja þannig að fólk með hreyfihömlun hafi gott aðgengi að þeirri þjónustu sem verið er að bjóða. Ég hvet fyrirtæki í Fjallabyggð til að kynna sér verkefnið ,,Römpum upp Ísland“ sem hefur það að markmiði að bæta aðgengi fatlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Þarna er tækifæri til að fá styrk til að bæta aðgengi einstaklinga með hreyfihömlun að þeirri þjónustu sem í boði er. Verkefnin yrðu síðan unnin í samráði við tæknideild Fjallabyggðar.
Lesa meira

Ungir og efnilegir veiðimenn í Hólsá

Þessir knáu ungu veiðimenn voru mættir í Hólsánna um helgina að veiða enda þá hver að verða síðastur að renna fyrir fiski í ánni þetta sumarið. Mokveiði hefur verið í ánni í sumar og börn og unglingar sem stundað hafa veiði í ánni hafa verið kampakát með aflann og bíða auðvitað spennt eftir næsta veiðisumri. Veiðitímabilinu lýkur í dag 20. september.
Lesa meira

Samningur um eflingu þjónustu við eldra fólk undirritaður

Á bæjarstjórnarfundi þann 14. september undirrituðu Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar og Albertína Elíasdóttir framkvæmdarstjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) samning um sértækt verkefni sóknaráætlunarsvæða byggðan á viðaukasamningi við Byggðarstofnun frá 31. maí 2022.
Lesa meira