Fréttir & tilkynningar

Aðgengisdagur Sjálfsbjargar 27. ágúst nk.

Sjálfsbjörg, sem hefur aðsetur að Lækjargötu 2 Siglufirði, tekur þátt í deginum hér og hvetur íbúa Fjallabyggðar til að hittast á Torginu Siglufirði, laugardaginn 27. ágúst kl. 13:00 og taka ganga um nærumhverfið og fylla inn í TravAble appið. Að því loknu, kl. 14-16, býður Sjálfsbjörg upp á kaffi og vöfflur í húsnæði sínu á Siglufirði. TravAble appið má nálgast í Applestore og GooglePlay og hægt er að fylla inn í það hvar sem er og hvenær sem er. Íbúar Fjallabyggðar eru hvattir til að fylla inn í appið upplýsingar um aðgengi í báðum byggðarkjörnum, og víðar eftir því sem við á.
Lesa meira

Skólaakstur hefst að nýju veturinn 2022-2023

Ný akstursáætlun skólarútu tekur gildi mánudaginn 22. ágúst en þá hefst skólastarf Grunnskóla Fjallabyggðar. Almennir farþegar eru velkomnir í skólarútu ef sæti eru laus en nemendur grunnskóla, menntaskóla og starfsfólk sveitarfélagsins ganga fyrir sætum, í þessari röð.
Lesa meira

Umsagnir bæjarstjóra í Samráðsgátt stjórnvalda

Nýlega voru “Áform um frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða”, birt inn á Samráðsgátt stjórnvalda og opnað fyrir umsagnir um áformin. Í þessum áformum er opnað fyrir möguleika á gjaldskyldu í öllum jarðgöngum landsins. Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar sendi inn umsögn fyrir hönd bæjarstjórnar Fjallabyggðar. Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri hefur einnig sent inn umsögn, fyrir hönd bæjarstjórnar Fjallabyggðar, um drög að frumvarpi til laga um sýslumenn.
Lesa meira

Frístund – haust 2022 - Skráning hafin

Áfram verður nemendum í 1.-4. bekk gefinn kostur á Frístund strax að loknum skólatíma kl. 13.35 – 14.35. Frístund er frístundastarf, samstarfsverkefni Fjallabyggðar, íþróttafélaga, tónlistarskólans og grunnskólans.
Lesa meira